We are currently migrating our data. We expect the process to take 24 to 48 hours before everything is back to normal.
Austurvígstöðvarnar

Artist

Austurvígstöðvarnar

Last updated: 11 hours ago

Austurvígstöðvarnar voru stofnaðar á Reyðarfirði sumarið 2016, en þá voru allir hljómsveitarmeðlimir ýmist búsettir þar eða á Eskifirði. Stofnfélagar voru Davíð Þór Jónsson, söngvari og laga og textasmiður, Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir, bassaleikari og Jón Knútur Ásmundsson, trommari. Smám saman bættust fleiri í hópinn, fyrst Jón Hafliði Sigurjónsson, gítarleikari, þá Þórunn Gréta Sigurðardóttir, hljómborðsleikari og loks Díana Mjöll Sveinsdóttir, söngkona. Austurvígstöðvarnar eru sérlega stoltar af kynjahlutfallinu í bandinu.

Markmið sveitarinnar hefur frá upphafi verið að flytja blóðhráa, grimmpólitíska, andfasíska pönktónlist. Kveikjan að stofnun sveitarinnar var uppsafnað óþol fyrir pólitískri spillingu og misbeitingu valds á Íslandi. Hvert hneykslismálið af öðru varð sveitinni innblástur og mörg laganna eru bein viðbrögð við atburðum sem afhjúpa siðferðislega rotið stjórnvald. Því miður bendir fátt til að sveitin verði uppiskroppa með yrkisefni í fyrirsjáanlegri framtíð.

Á meðan félagslegt óréttlæti veður uppi hafa Austurvígstöðvarnar skuldbundið sig til að öskra sannleikann yfir gauðrifna gítara, drynjandi bassatóna og dúndrandi trommuslátt.

Sannleikurinn mun gjöra yður frjálsa.

Monthly Listeners

30

Followers

82

Top Cities

8 listeners

Social Media

Related Artists

Au Pair

Au Pair

AFTA

AFTA

Who Stole The Lipstick

Who Stole The Lipstick

DELIRIUM!

DELIRIUM!

Kadotettu Nuoruus

Kadotettu Nuoruus

Sininen Sinfonia

Sininen Sinfonia

Jani Ja Yleistilan Lasku

Jani Ja Yleistilan Lasku

Iskelmäradio

Iskelmäradio

Koopaorav

Koopaorav

Valtuusto

Valtuusto

Kaku Kankka

Kaku Kankka

Hampaat suussa

Hampaat suussa

Röökipaikka

Röökipaikka

Kanslia

Kanslia

Nelijalka

Nelijalka

Mökä Meteli

Mökä Meteli

#JPTH

Torttila Miljoona

Torttila Miljoona