Music Metrics Vault

Keli

This data may be outdated as it has not been updated for a while. You may want to click on the refresh button below.

Keli er Vestfirskur trúbador af síkátri sort. Fæddur og uppalinn á Suðureyri við Súgandafjörð, þar fékk hann músíkalst uppeldi og nægan innblástur til að glamra og góla um hitt og þetta. Hann hefur stússast í tónlist í þónokkur ár og spilar með systkinum sínum í stuðsveitinni Celebs. Tónlist Kela má lýsa sem angurværri folk tónlist þar sem ýmist hnittnir og tilfinningaríkir textar fljúga yfir melodískt kassagítar fingurplokk. Umfangsefni tónlistarinnar eru að einhverju leyti sömu gömlu klisjunar nýmálaðar í mismygluðum myndlíkingum. Á stóru er stiklað um ástina, óvissu, lífið með flogaveiki og allt þar á milli. Sumarið 2023 hélt Keli loks í stúdíó með tíu lög í farteskinu, fínpússuð og stífæfð eftir fjölda ára trúbb og spilerí. Upptökur gengu ljómandi vel og styttist í að platan verði fáanleg á öldum ljósvakans.

Social media links

Monthly listeners

2,046

Followers

78